Markmið með spilinu

Taktu til við að tvista er námsspil þar sem hugur og hönd þurfa að vinna saman og nemendur þurfa að reyna á mörg skynfæri í einu. Markmiðið er að ýta undir samskipti og samvinnu nemenda, að nemendur fá hreyfingu og útrás í kennslustund, að spilið auki styrk þeirra bæði líkamlega og námslega og síðast en ekki síst er spilið tenging á milli náms og leiks. Með námsspilinu eru nemendur að taka virkan þátt í námi sínu, rifja upp námsefni og bæta við þekkingu sína.