Gangur og reglur leiksins

Fjöldi leikmanna

Þetta námsspil er fyrir þrjá til fimm leikmenn.

Gangur og reglur leiksins

  • Dúkurinn er settur á gólfið og á honum eru sextán plastvasar (4×4). Plastvasarnir eru undir dúknum. Hver röð hefur sinn lit, rauðan, bláan, gulan og grænan.

 

  • Einn þátttakandi er valinn til að sjá um snúningsskífuna og er jafnframt dómari. Allt að fjórir þátttakendur standa við dúkinn, hver á sinni hlið. Best er fyrir þátttakendur að vera berfættir.

 

  • Hver umferð hefst þegar dómari snýr snúningsskífunni, en hún gefur niðurstöður af handahófi um þann lit og líkamshluta (vinstri hönd, hægri hönd, vinstri fótur, hægri fótur) sem þátttakendur eiga að nota.

 

  • Hver leikmaður verður að setja viðeigandi líkamshluta á valinn lit. Ef líkamshlutinn er þegar á þeim lit þarf að færa hann á annan stað í sama lit. Engir tveir þátttakendur geta deilt sama stað. Ef allir fjórir reitirnir í einhverjum lit eru uppteknir þarf dómari að snúa snúningsskífunni aftur.

 

  • Ef leikmaður fellur eða olnbogi, hné, læri eða rass snertir dúkinn er hann úr leik. Þá skiptir hann um hlutverk við dómarann og leikurinn hefst upp á nýtt.

 

  • Ef þátttakandi svarar rétt snýr dómari snúningsskífunni aftur og þá er röðin komin að næsta nemanda. Ef þátttakandi svarar hins vegar rangt í þremur tilraunum fer hann í starf dómara á snúningsskífunni.

Dæmi:

Ef verið er að vinna með t.d. stærðfræði og leikmaður fær hægri hönd á rauðan frá dómara, á nemandinn að setja hægri höndina á einhvern rauðan lit og ef í þeim vasa er t.d. dæmið 5+4 þar sem hann lendir, þá á hann að segja útkomuna. Ef svarið er rétt snýr dómari snúningsskífunni aftur og næsti leikmaður gerir.